Friday, February 10, 2006


Nostalgía....!!

Gaman að segja frá því að í gær var ég í mínum mestu makindum að bera á mig brúnkukrem þegar síminn minn hringir (jamm hann hringir stundum..). Þá segir þýsk karlmannsrödd "halló Guðrún manstu eftir mér". Þannig var að 3 þýskir vinir mínir eru bara mættir á klakann og buðu mér út í gær:). Ég hef ekki séð þessa menn í ár og aldir og það var rosalega gaman að hitta þá og ræða um gamla tíma. Við sátum í 4 klukkutíma á Vegamótum og spjölluðum, doldið fyndið hvað þeir voru að missa sig yfir öllu þessu farga kvennfólki á þessu litla landi okkar. Allaveganna eru þessir heiðursmenn í bænum, á djamminu, fram á Mánudag ef einhver hefur áhuga að leita að þeim:) Hér eru þeir til hliðar:) Lucky og Samson pimp daddy saman þarna og svo ég og Christian þarna uppi.
Líf og fjör um helgina:)

Thursday, February 09, 2006

Klukkuð af Láru!!

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Icelandair skrifstofan í Frankfurt(fyrsta vinnan)
Hótel Edda Laugarvatni
Haffjarðará
Icelandair(flugfreyja)

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Allar Vampýru og Varúlfamyndir
The Birdcage
Allar Lífs myndirnar..(Þór og Daníel)
Vááá ég get ekki nefnt bara 4.....

4 staðir sem ég hef búið á:
Ljósvallagata 30
Ofanleiti 25
Skeiðarvogur 19
Borgarholtsbraut 69 sem er núverandi búseta mín svo voru þarna 4 eða 5 staðir til viðbótar.Ég er ekki eins rótgróin og Lára;)

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
FRIENDS..á allar seríurnar!!
Sex and the City
Grey´s Anatomy
Idolið

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Vááá bara 4...
Flórída
Spánn
Sviss
Canada

4 síður sem ég skoða daglega:
Allar Blogg og barnalandssíðurnar hjá vinum og vandamönnum
mbl.is
leikjanet.is (er húkt á þessu helvíti)

4.Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Jólakalkúnninn hennar mömmu
Spagettíið hans Pabba
Thai-Matur
Pizzurnar hans Bigga:)

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Sólarströnd með Koktail
Flórída að drekka bjór
Annars líður mér bara ósköp vel þar sem ég er, með honum Bigga mínum og kisunum okkar:)

4 bloggarar sem ég klukka Þórdís, Sunna, Guðrún(gugu), Vilborg

Tuesday, February 07, 2006

Þau eru komin!!

Litlu dúllurnar eru komnar til okkar:) Þau liggja hérna hjá okkur í sófanum á gærunni..ekkert smá sæt. Bolton og Luna heita þau eins og kom fram þarna um daginn. Núna fæ ég félagskap hérna meðan ég skrifa ritgerðina mína. Biggi er að vinna allann daginn og svo í skólanum á kvöldin, hann er svo duglegur þessi elska. Hef bara ekkert meir að segja ykkur í dag og ætla núna að fara að horfa á kisurnar mínar;)

Monday, February 06, 2006

Mánudagskvöld.
Ég búin að vera svaka dugleg að skrifa ritgerðina mína í dag og leyfi mér að sitja hérna fyrir framan imbann í besta sófa í heimi:)
Jæja ég sit hérna enn og aftur gapandi yfir Köllunum á Sirkus. Þessir appelsýnugulu gúmmítöffarar og geðsjúklingurinn Geir Ólafs halda að þeir séu sérfræðingar um Konur...eða Kellingar eins og þeir kalla okkur. Annars held ég að einhver ætti að sparka þessum Gilzenegger út úr skápnum, ef þið skiljið mig;) Allt er nú til í sjónvarpi í dag og þarna fá tveir gaurar úr Kópavoginum borgað fyrir að haga sér eins og Talibanar, tala um að flengja og smella í "kellingar" og fá sér að ríða og eitthvað. Hvernig er það annars?? Afhverju festist maður yfir svona?? Allann tíman með bjánahrollinn niður eftir hryggnum??
Veit einhver hvort þetta sé bara djók..hvort þeir séu bara í einhverjum hlutverkum að stæla Sylvíu Nótt...þokkalega hallærislegir hommar..skiluru;) Annars er ég að pæla í að gera eitthvað annað á meðan þessir þættir eru..eins og að vaska upp og flokka sokka..kannski ráð að skipta um stöð.
Annars var ég bara að bíða eftir American Idol, sem er rétt í þessu að byrja. Þar eru enn fleiri vitleysingar að gera sig að fífli. Ótrúleg flóran af ruggludöllunum í henni Ameríkunni, en maður hefur svona lúmskt gaman af þessu.
Líf og fjör á framabraut..;)

Sunday, February 05, 2006

Íslendingabók!!

Jamm og jæja:) Ég og Biggi vorum að kíkja í íslendingabók..bara svona til að vera viss;) Nei við erum ekki skyld, allaveganna ekki mikið. Þið skuluð samt ekki halda að ég hangi yfir þessu allann daginn, ég er bara nýbúin að fá lykilorðið mitt sent í pósti. Að fá eitt svona lykilorð er ekkert smá mál greinilega..tók alveg þokkalega langann tíma. Ætli þeir setji af stað alveg svaka rannsókn um mann og njósni um mann til að tékka hvort maður sé í lagi, ja maður spyr sig. Allaveganna þá fórum við að spá..svona úr því við erum að tala um Íslendingabókina að hvort það væri ekki sniðugt að setja á skemmtistaði svona útibú, fólk gæti komið og fengið að fletta upp manneskjunni sem það ætlar sér að draga með sér heim. Hvernig væri það?? Spurning um að leggja þetta fyrir nefnd....Ég er kannski bara að predika hérna fyrir tómri kirkju.
Annars er helgin bara búin að vera mjöög fín hjá okkur skötuhjúunum í Ópavogi..fyrir utan það að ég er alveg að missa mig yfir þessum nágrönnum mínum, ég þarf að róa mig áður en ég kveiki bara í pleisinu og hræki á bílinn þeirra. Það býr mikið hatur í mér gagnvart þeim!!!!
Svona higlightið á helginni var að ég fékk að snoða manninn minn:):) Hann er voða voða voða sætur svona. Greyið þurfti að þola kvöl og pínu meðan ég fékk að dúlla mér við hann..snoða hann og snyrta, ég get fengið svona líka svakalega fullkomnunaráráttu að mig getur ekkert stöðvað. Svo fórum við í kaffi til mömmu og pabba því mamma átti afmæli, gellan bara 47 og ber þann aldur vel. Til hamingju með daginn!!! luv ja
Hér með líkur pistlinum og ég bið ykkur vel að lifa!