Wednesday, May 03, 2006


Já góðann og blessaðan.

Fréttir af mér snúast nú bara um flugið og svona. Fór á mánudaginn með fulla vél af írum til Dublin. Þaðan með tóma vél til Ljubliana í Slóveníu og frá Slóveníu með fulla vél ,af þunnum íslendingum að koma af árshátíð, heim. Þetta var laaaaangur dagur!! Núna get ég bætt Slóveníu í kladdann minn....Ég andaði að mér loftinu þarna...telst það ekki með annars??
Mikið eru írar miklar dúllur, ægilega kurteisir og þægilegir. Svo skilur maður þá svona takmarkað vel, ég var alltaf að biðja þá um að endurtaka það sem þeir voru að biðja um. Bara "Organgejuice" var erfitt að skilja hjá þeim. Annars er erfiðara að skilja skotana. Það var nú í einu flugi til Glasgow að það tók mig korter að fatta að einn var að biðja mig um skeið. Ég stóð heil lengi hjá honum að reyna að fatta hvað greyið var að segja, hann var orðin doldið pirraður.
Svo er það bara Frankfurt í fyrramálið og Baltimore á sunnudaginn.
Bið að heilsa í bili....Guðrún heimsborgari með meiru...;)