Saturday, November 09, 2002

Skrítið fólk á 22.
Einhverjum tókst að draga mig þangað í gær, þangað fer ég aldrei aftur.
Mér finnst alveg ótrúlega fyndið þegar strákar halda að þeir geti náð sér í stelpur með því að stilla sér upp fyrir framan þær og stara á þær eins og þeir séu með tælingarmátt í augunum.
Kannski er þetta taktíkin sem er notuð á 22, þetta gerir allavegana ekkert fyrir mig.
Ég lenti í þessu í gær, þar sem einhver blindfullur strákur var alveg að reyna að sína mér hve mikill sjarmör hann var með þessu svakalega flotta augnarráði.
Málið var bara að hann var svo fullur að hann ég held að hann hafi sofnað þarna fyrir fyrir framan mig.
Hvar er Skarphéðinn minn????????????

Thursday, November 07, 2002

ooooooooooooooooooo!!!!!!!!!!!!!
Verkenfaskil!!!!!!
Þetta er það leiðinlegasta í heimi.
Nú er ég að skila verkefni á morgun í Bókmenntafræði, túlka allskonar texta á þýsku og svoleiðis dót.
Ég er ekki einusinni góð í þessu á íslensku hvað þá þýsku:)
Jæja ég verð að hætta þessu væli og klára þetta sataníska verkefni.

Wednesday, November 06, 2002

Jæja nú er maður loksins komin heim.
Ég fór klukkan 1015 í skólan og var að koma heim núna kl 2230.
Ég var í skólanum til hálf fjögur og fór þá í baðhúsið til 1700.
Hitti síðan Díönu og Guðrúnu niðrí skóla og við fórum á Nings mmmmmnammnammmmm.
Guðrún og Díana eru geeikt klárar að borða með prjónum, ekki ég ég borða eins og venjuleg manneskja s.s. með knæfpers.
Á Nings sátum við og hlógum af Guðrúnu því að hún er Superfrík, manneskjan talar ekkert smá mikið með augabrúnunum.
Þegar maður er að hlusta á hana segja einhverja geðveika sögu þá getur maður ekki hætt að horfa á þær, upp,niður, upp, niður og on and on and on.
Það er helvíti freistandi að grípa þær til þess að stoppa þær:) Ég lét undan þeirri freistingu í kvöld, og réðst á hana. Ég er hetja.
Jæja svo var farið á stúdentakjallaran á Stammtisch en þá hittist öll þýskudeildin fyrsta miðv. í mánuði. Mjög gaman.
Þetta var dagurinn minn takk fyrir og góða nótt.

Tuesday, November 05, 2002

Ég verð nú bara að segja frá einum furðufugli sem er í Hí.
Sko ég var í viðskiptafræði þar sem tímarnir eru allir í Háskólabíói og þar er nú bara venjulegt fólk í venjulegum fötum, svo skipti ég yfir í Þýskuna.
Þýskukennslan fer fram í Aðalbyggingu og þar er skrítið fólk.
Þar er sérstaklega einn gaur sem gengur ekki í skóm, maðurinn er bara berfættur allan daginn. Fyrst hélt ég að hann væri bara svona inni í skólanum en svo sá ég hann úti að tala við vini sína og labba bara í burtu á táslunum. Hann er náttúrulega þýskur.)
Já það er margt skrítið til í þessum heimi.

Jæja nú er þessi blessaða síða mín komin í lag.
Ég tölvunördið frá helvíti reyndi að byrja á þessu sjálf en það endaði með ósköpum.
Svo kom Lára súpergella og hjálpaði mér, núna er hægt að bjóða fólki upp á þetta.
Lára er svo æðislega sæt og skemmtileg og frábær og allt:) Ég elska Láru:)
Takk Lára mín. Svo þurfti ég ekki einu sinni að borga fyrir þjónustuna.