Jæja nú er maður loksins komin heim.
Ég fór klukkan 1015 í skólan og var að koma heim núna kl 2230.
Ég var í skólanum til hálf fjögur og fór þá í baðhúsið til 1700.
Hitti síðan Díönu og Guðrúnu niðrí skóla og við fórum á Nings mmmmmnammnammmmm.
Guðrún og Díana eru geeikt klárar að borða með prjónum, ekki ég ég borða eins og venjuleg manneskja s.s. með knæfpers.
Á Nings sátum við og hlógum af Guðrúnu því að hún er Superfrík, manneskjan talar ekkert smá mikið með augabrúnunum.
Þegar maður er að hlusta á hana segja einhverja geðveika sögu þá getur maður ekki hætt að horfa á þær, upp,niður, upp, niður og on and on and on.
Það er helvíti freistandi að grípa þær til þess að stoppa þær:) Ég lét undan þeirri freistingu í kvöld, og réðst á hana. Ég er hetja.
Jæja svo var farið á stúdentakjallaran á Stammtisch en þá hittist öll þýskudeildin fyrsta miðv. í mánuði. Mjög gaman.
Þetta var dagurinn minn takk fyrir og góða nótt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home