Friday, July 14, 2006



Heil og sæl!!

Það er bara allt að frétta af okkur skötuhjúunum í sveitinni, við komum frá San Fransisco í gær. Ég var að vinna og tók Bigga með í tvær nætur. Við löbbuðum af okkur fæturnar, sáum Alcatras og Goldengate, Kínahverfið og borðuðum á hvítlaukstað dauðans (þar er hægt að fá hvítlauksís, en við gengum ekki alveg svo langt). Við kíktum smá í búðir...ég passaði mig svakalega á því að missa mig ekki. Ég vildi ekki láta Bigga fá aðsvif af vanlíðan í H&M;) Svo var bara farið meira út að borða og þess á milli haft það rosalega gott.

Adios