Góðan daginn allir saman.
Þar sem ég er á lífi þá ákvað ég að skrifa smá pistil hérna....þótt ég nenni því engan vegin. Það er ekkert svakalega mikið að frétta nema það að ég er komin með aðra vinnu:) Ég fékk vinnu í starfsmannahaldinu hjá Orkuveitunni, en verð samt eitthvað líka á sölusviðinu. Þetta er alveg nýtt starf sem á eftir að þróa og ég fæ að taka þátt í því. Ég er mjög spennt yfir þessu.
Meira að frétta....ég er að taka Bigga með mér til New York á þriðjudaginn. Þetta er bara ein nótt þannig að við verðum eins og Speedy Gonzales þarna á götum Manhattan. Ég er búin að lofa sjálfri mér og Bigga að ég ætli ekkert að versla...ekki einu sinni kíkja í neina búð. Jú kannski Toys´R´ us þarna á Times sq. Þar er allaveganna hægt að kaupa einhverjar jólagjafir handa litlum álfum. Ég á bara 3 flug eftir og er síðan hætt þessu veseni, ég þarf aldrei að neyðast til þess að troða mér í nylonsokkabuxur og í uniform. Ekki meira að vakna kl 5 á morgnana..það finnst mér best. Alla morgna sem ég hef þurft að vakna klukkan 5 eða fyrr þá hef ég verið svo geðstirð að ég gæti bitið hausinn af einhverjum.....i´m no morning person!!! Allaveganna ekki fyrr en svona uppúr 7. Annars hefur þetta bara verið skemmtilegur tími í fluffunni. Ég mæli allaveganna með að allir prufi þetta, hver veit nema þetta eigi svo bara rosa vel við mann. Það er alveg gaman að fara til USA;)
Jæja ég er búin að röfla nóg....Bið að heilsa