Hundalíf
Jæja það er eins og ég og Biggi höfum eignast ofvirkt barn með athyglisbrest. Elsku litli voffinn okkar er stundum að gera okkur gráhærð. Eins og ég sagði frá áður þá keyptum við þessar líka fínu barnagrindur og spenntum þær í hurðakarmin á einu herberginu hjá okkur. Við þurftum að setja tvær því hann stökk bara yfir þessa einu sem var. Ég kom í hádeginu um daginn, þá var minn bara búin að sleppa út úr herberginu sínu...hann sem sagt ýtti grindinni niður (við skiljum ekki hvernig hann gerði þetta. Þegar við þurftum svo aftur að fara í vinnu eftir hádegi, þá festum við hana betur og gerðum tilraunir. Þegar ég svo kom heim aftur....getiði hver tekur á móti mér í andyrinu...geðveikt kátur. Núna er sem sagt komið risastórt búr inn í herbergið....en bíðið nú hæg!! Ég kom heim í hádeginu í gær með Eddu Björg með mér. Ég segi: Pældu í ef hann hefur nú fattað hvernig á að opna búrið, nei glætan. Ég opna hurðina og sé pappakassan sem var inni í forstofu allan sundurdættan, svo kemur hann litli bara hlaupandi á móti okkur rosa kátur. Honum tókst að opna aðra hurðina á búrinu(ég vona samt að hún hafi bara ekki verið nógu vel lokuð) Hann var greinilega búin að hafa mikið að gera, borða sængina mína og óhreinatau körfuna(sem er úr basti) leyfarnar af henni voru út um allt. Hann var búin að taka hreina þvottin og dreyfa honum út um allt. Hann borðaði slökkva og kveikja takkan á sléttujárninu mínu og búin að ná sér í skóna hans Bigga. Ég held svei mér þá að það sé einhver þarna inni hjá okkur sem hleypir honum út, bara til að stríða okkur. Ég er bara rosa fegin að jólatréð var ekki komið upp.......við ættum ekkert jólatré né jólaskraut lengur. Ótrúlegt en satt...hann lætur allar jólaseríur í friði en honum finnst geðveikt gaman að borða kerti.
Þetta er bara fyndið....ég er að fara í litun á mánudaginn.