Friday, April 27, 2007

Færsla nr. 100!!!!!
Til hamingju með þetta:) Sem sagt, síðan ég opnaði þessa bloggsíðu hef ég hér með skrifað 100 færslur og er stolt af því. Haldin verður móttaka til heiðurs míns í Fífunni í Kópavogi. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að koma með sinn eigin drykk og nesti. Söngatriði í boði Eddu Bjargar og ræðumenn skrái sig í gegn um netfang gugga2@hotmail.com.
Takk fyrir

Thursday, April 26, 2007

Shiiiitt hvað ég er að massa þetta blogg núna!!
Skrifa eitthvað þótt ég hafi ekkert að segja........
Ég fór í klippingu í gær og í plokkun, þannig að ég er fín..eða HOT STUFF eins og Hildur segir.
Að allt öðru...................................
Við skötuhjúin ætlum að vera svo dugleg í sumar að fara í útilegur, ef einhver hefur áhuga að koma með þá tek ég við umsóknum til 23 júlí. Endilega skráið ykkur.
Þrír heppnir fá glæsilega vinninga frá prjónahorni Guðrúnar;)

Tuesday, April 24, 2007

IT´S ALIVE!!!!

Jamm ég er á lífi og ætla að blogga dadadadammmm.
Í fréttum er þetta helst:
Við fórum til Flórída um páskana með öllu liðinu, það var bara geggjað. Við vorum rosa brún og sæt. Brúnkan var fljót að fara þegar maður kom heim:(
Ég er rosalega ánægð í vinnunni minni, það er nóg að gera og tímin flýgur áfram. Þetta er ekki eins og hjá Orkuveitunni......ég var alveg komin með blýantinn hálfa leið upp í heila þar.
Bolton er orðin rosalega stór og flottur. Hann er algjört yndi þessi elska, hann fer á leikskólann sinn Voffaborg 3svar í viku og finnst það rosalega gaman. Það sem maður gerir ekki fyrir hundinn sinn;)
Nú hef ég ekkert meira að segja FARVEL!!!