Wednesday, September 13, 2006

Hér er kvöld og klukkan er hálf eitt.
Við sitjum hérna og horfum á Magnavöku...er með smááá bjánahroll yfir þessu öllu saman, en það er bara ég. Kom heim frá USA í morgun, verslaði byrgðir af dóti úr því að þetta var síðasta vesturferðin mín, að ég held. Veit ekki hvort ég fái að vinna meir. Annars er voða lítið að frétta nema ég á bráðum Ammilli....er að verða 26 þann 21. sept:) Gjafir vinsamlegast þiggðar með þökkum..ég set óskalistann inn á morgun. Móttaka á gjöfum verður fimmtudaginn 21 sept, milli 17og 20.
Við skötuhjúin erum bara í kósíheitunum hérna uppí sófa..ég er að hjúkra honum Bigga mínum. Hann er alltaf eitthvað að krambúlerast eftir fótboltann. En hann er stór og sterkur strákur hann Sumarliði minn;)
Bið að heilsa í bili....krúsídúllurnar mínar