Wednesday, September 13, 2006

Hér er kvöld og klukkan er hálf eitt.
Við sitjum hérna og horfum á Magnavöku...er með smááá bjánahroll yfir þessu öllu saman, en það er bara ég. Kom heim frá USA í morgun, verslaði byrgðir af dóti úr því að þetta var síðasta vesturferðin mín, að ég held. Veit ekki hvort ég fái að vinna meir. Annars er voða lítið að frétta nema ég á bráðum Ammilli....er að verða 26 þann 21. sept:) Gjafir vinsamlegast þiggðar með þökkum..ég set óskalistann inn á morgun. Móttaka á gjöfum verður fimmtudaginn 21 sept, milli 17og 20.
Við skötuhjúin erum bara í kósíheitunum hérna uppí sófa..ég er að hjúkra honum Bigga mínum. Hann er alltaf eitthvað að krambúlerast eftir fótboltann. En hann er stór og sterkur strákur hann Sumarliði minn;)
Bið að heilsa í bili....krúsídúllurnar mínar

3 Comments:

At 1:47 PM, Anonymous Anonymous said...

gjafir verða þáðar

 
At 6:06 PM, Blogger Guðrún said...

ef þetta er það eina sem fólk hefur til málanna að leggja þá vil ég helst að fólk sleppi bara að skrifa hérna inní commentin. Ég legg það ekki í vana minn að lesa yfir pistla hjá vinum mínum með gagnrýnis augum. Frekar finnst mér bara gaman að lesa um líf og skoðanir þeirra og er alveg nákvæmlega sama hvort orð séu rétt beygð eða ekki!! Who ever you are..þú mátt alveg sleppa þessu.

 
At 8:29 AM, Blogger vilborg said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SKVÍSU PÆ
hlakka til að halda upp á það með þér einhvern tíma seinna.
hafðu það gott í dag
kv, Villý

 

Post a Comment

<< Home