Monday, July 31, 2006

Nú er frúin brjáluð!!

Það á bara að ganga fram af mér hérna....!! Fólkið fyrir ofan okkur var að gera allt rosa fínt og flott hjá sér. Til þess að geta gert voða flott, inni í svefnherbergi fyrir sjónvarpið hjá sér þá ákveður kallinn uppi að fræsa í vegginn fyrir sjónvarpssnúrunni. Kallinn fræsir svo bara í sundur eitthvað vatnsrör og allt fer á flot hjá þeim þarna uppi. Það er búið að gera við þetta og svona og allt orðið voða fínt hjá þeim. Ég fer síðan að taka eftir því að það er byrjað að leka hjá okkur...inní svefnherbergi. Allt parketið þar inni er ónýtt og veggurinn er 100% rakur. Nú þarf að rífa allt upp og eyðileggja hjá okkur. Bara af því að húsasmíðameistarinn (nota bene) ákveður að fara að brussast við að fræsa allt í sundur þarna uppi. Við erum tryggð og þurfum ekkert að borga....ég vil bara fá skaðabætur og gull og gimsteina og allt.....
Ein brjáluð.....er samt að jafna mig(ég jafna mig þegar kallin uppi verður búin að byggja pall fyrir okkur frítt!!!)

7 Comments:

At 6:00 PM, Blogger Lara Gudrun said...

Andskotans helvítis aæregifasædfjaæoigadgjhnk
hvað á þetta að þýða að eyðileggja íbúðina þína.... hann skal sko bara byggja pallinn sjálfur fyrir ykkur totally frítt :)

 
At 12:07 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég mundi ekki treysta þessum manni til að gera eitthvað heima hjá mér ... Þótt það væri FRÍTTc !!!

Hann hefur pottþétt fengið meistaraprófið sitt í vinning einhverstaðar. Kannski í BINGÓI í vinabæ. Það er spurning ;)

 
At 12:59 AM, Anonymous Anonymous said...

ae ae ae ekki gaman. Nei tid viljid nu ekki fara ad sitja uti a palli sem er gerdur af einhverjum sem veit ekki ad tad seu vatns ror og rafmagnsror inni veggjunum... Eg se tig alveg i anda oskureid yfir tessu ollu.. Vona ad allt gerist fljott. hafid tad gott kvedja hulda og co.

 
At 12:00 AM, Anonymous Anonymous said...

Hvurslax helvítis hálfviti er maðurinn eiginlega!?! Eins gott að hann bæti ykkur þetta 100%, annars er mér að mæta.

 
At 12:01 AM, Anonymous Anonymous said...

By the way, hvernig var í Eyjum?

 
At 8:33 PM, Anonymous Anonymous said...

hvað er þetta með þig á ekkert að fara að blogga meira maður bíður spenntur allan daginn eftir einhverju nýju en ekkert gerist grenj grenj uuuuuhhhhhuuuuuuuuu

 
At 11:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Sammála síðasta!

 

Post a Comment

<< Home