Fótborð!! Veit einhver hvað það er??
Ég átti held ég bara versta flugdag sögunnar í gær..mér fannst það. Þeir sem þekkja mig vel,vita að ég þarf alltaf að vera rosa skipulögð og állt verður að ganga upp hjá mér. Ef það gerist ekki, þá er ég bara ömuleg og kann ekki neitt. Allaveganna þá var ég á Stokkhólmi í gær. Mér tókst í fyrsta skiptið, síðan ég byrjaði að vinna, að sofa yfir mig. Ég var vakin klukkan 630 og brunaði til Keflavíkur. Biggi keyrði mig og ég málaði mig á meðan:) Hann er svo góður við mig hann Biggi minn. Dagurinn byrjaði svona og var allur í svona stíl. Ég henti niður næstum heilum bar..klakar,kóg og vatn út um allt. Ég fór með ávarp í hátalarakerfið og sagði öllum farþegunum að hafa "fótborðin" sín upprétt. Ég var held ég að stytta mér leið frá því að segja "fótskemla og borð". Á leiðinni í gegn um tollinn misteig ég mig svona 5 sinnum!! Ekki minn dagur í gær, ég vona að þessi dagur verði betri. Im off to London baby!!! Yeahh
3 Comments:
Mér finnst mun skemmtilegra þegar flugfreyjurnar mismæla sig en þegar allt gengur vel :)....svo er fótborð bara ekkert svo vitlaust orð.....
Sammála Ásdísi! Fall er fararheill, en þú mátt alveg vera í flugi frá London þann 18 júlí, mismæla þig og hella niður eins og þú vilt. Ég skal sitja og hlæja með þér! hahahahahahahaha
hahahaha !! þú ert asni :)
Post a Comment
<< Home