Tuesday, April 04, 2006

Jæja gott fólk!!

Jæja við erum flutt í nýju íbúðina og komin á aðra viku hérna;) Það er mikið ennþá í kössum og svona en okkur líður rosa vel. Parketið kemur vonandi um páskana en gardínurnar komu í dag og það er bara æði......er ekki með mikla sýniþörf. Rúðu ferillinn okkar ætlar ekki að enda. einn daginn hérna þegar það var mikil sól þá sprakk bara ein rúðan í stofunni. Hún hangir bara saman núna á teipinu...FRÁBÆRT!! Við hringdum í verktakan og sögðum honum frá þessu, hann sagði að ekkert mætti vera of nálægt rúðunni, þá verður einhver hitamismunur og eitthvað blabla. Ég lærði nýtt orð..Varmaspennur..það er víst það sem átti að hafa gerst. Þetta stendur allt í einhverri handbók sem fylgdi með íbúðinni. Það er ýmislegt sem ekki má gera í nýbyggingum....við erum núna á nálum bara..þorum ekki að sturta of oft niður í klósettinu ef það skyldi springa og ekki setja of mikið vatn í baði því það gæti pompað niður í bílageymslu. Neinei segi bara svona. Allt er æði hjá okkur og við erum voða glöð. Ég er að fara að byrja að vinna aftur....verð á námskeiðum í þrjá daga og fer svo bara á fullt flug, byrja á Köben...fulla vél með fullum íslendingum á leið í helgarfrí....bara gaman:)
Bæjó í bili.

5 Comments:

At 11:54 AM, Anonymous Anonymous said...

Verður þú ekki í Bostonfluginu í morgun???

 
At 2:11 PM, Anonymous Anonymous said...

ahahahah!! ég vissi ekki að glugginn hefði sprungið :))hahahah sjokkið maður ! og hvað gerðu kettirnir ?

 
At 3:08 PM, Anonymous Anonymous said...

Ætla ekki verktakarnir samt að bæta rúðuna ykkur að kostnaðarlausu?

 
At 5:36 PM, Blogger Guðrún said...

Valdís :nei þeir eru eitthvaðað klóra í bakkan og reyna að kenna okkur um þetta. Þetta er allt í vinnslu;)

Sigga: Nei því miður;) verð bara í köben á morgun.

Anna S: Þau sögðu bara MJAAAAAOOOWW

 
At 6:48 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvað eru þið að spá með því að vera með dót í íbúðinni ... Húsið getur sprungið!!!!

Þetta er að gerast hérna í vinnunni hjá okkur ... að aftur rúðan í bílunum er að sprynga út af hitamismun.

Við verðum í bandi ;)

 

Post a Comment

<< Home