JAmm Og JæJa Allir SamAn!!
Það er kannski komin tími til að maður skrifi eitthvað af viti hérna og haldi uppi heiðri þessarar bloggsíðu... Jamm laugardagskvöld og ég sit hérna með köttunum mínum uppí sófa, Biggi farin á barin að spila pool.
Síðasta miðvikudag var Saumó hjá Ólöfu, alveg rosa gaman að hittast svona og spjalla. Við vorum allar saman í grunnskóla og það er rifjað upp allskonar skemmtilegt. Við erum núna að reyna að byrja að plana Reunion. Eins og margir vita þá viðgengst það hjá svona saumaklúbbum að skiptast á að bjóða heim...ég fattaði það að engin af þessum dömum eru miklar Kattakonur, Lára með ofnæmi og Ólöf leggur það í vana sinn að skvetta vatni á ketti sem læðast inní garðinn hennar. Kannski reddast þetta ef ég drögga Láru upp og sting Ólöfu inní svefnhergbergi og loka;) Nei ég meina köttunum.....auðvitað!!!
Annars eyði ég mínum dögum hérna heima að reyna að skrifa ritgerðina mína, ég er doldið ritstífluð núna. Inná milli öskra ég og garga á litlu skæruliðana hérna. Þau læðast hérna meðfram veggjum í einhverskonar leyniaðgerðum. Alltaf gaman að hrökkva upp við það að lampinn er komin á gólfið.
Eigið svo bara gleðilegann Sunnudag:)
3 Comments:
Uss, bara óþarfa áreiti fyrir fögru raddböndin þín að öskra á skæruliðana. Keyptu þér frekar vatnsbyssu og láta gusa á þau þegar þau eru óþekk. Þau munu ná þessu síðar meir, dæmi: við gerum eitthvað af okkur / fáum vatn á okkur = ekki gaman
Einfalt dæmi, svínvirkar, spurðu bara hann Louie minn. Nei, ég er ekki vond kisumamma, kalla þetta tough loving.
Kveðja frá Stralíu
Ég verð að koma mínu sjónarmiði á framfæri svo að það haldi ekki allir að ég sé einhver dýrahatari:)
Málið er að kötturinn sem býr við hliðina á mér er alltaf að reyna að komast inn til mín og þá skiptir ekki máli hvort að ég sé með svalahurðina opna eða glugga, hann treður sér alltaf inn. Það er almennt ekkert mál að taka ketti og setja þá út en þegar Gummi gerði það fyrst þá fékk hann útbrot á heldurnar, svona eins og fílamaðurinn, út af ofnæmisviðbrögðum við flóabiti !!! Þess vegna vil ég helst ekki fá ÞENNAN kött inn til mín :S og hananú :)
Takk annars fyrir síðast :):)
já Ólöf mín ég skil það vel að vilja ekki fá einhverja ókunna ketti inn til sín og þá sérstaklega þegar Gummi gæti breyst í ófreskju;)
Post a Comment
<< Home