Monday, February 20, 2006

Draslmann í Kringlunni!!

Ég og Anna Sigrún vorum í Kringlunni að verlsa Afmælisgjöf handa Bigga. við vorum búnar að þræða allar Karlabúðir að gá hvort við findum einhvern flottann jakka. Við fórum inní Dressmann og fundum þar jakka á einni slánni....hann hékk þar ásamt öðrum jökkum. Ég varð strax ástfangin af jakkanum, þetta var einmitt jakkinn sem við vorum að leita að. Við förum að kassanum og ætluðum að borga þegar ég sé einn starfsmann sem var svipaður Bigga í vexti og bið hann um að máta jakkann aðeins fyrir mig. Hann fer í jakkann og segir síðan við kassadömuna "Heyrðu er þetta ekki jakkinn sem ég var búin að taka frá". Hún vildi ekkert kannast við það. Þá spyr hann okkur hvort við hefðum farið bak við kassann að ná í jakkann!!!!! Svo tók hann jakkann af mér og hljóp bak við einhvert og faldi sig. Ég mátti ekki fá jakkann!! Ég spyr kassadömuna hvort henni findist þetta í lagi..hún sagði þá bara "Svona er þetta bara". Aldrei aldrei skal ég versla þarna aftur!! Ég og Anna Sigrún hringdum á Akureyri til að athuga hvort þeir ættu þennan jakka hjá sér, þar sem hann var ekki til í Reykjavík (þetta var eini jakkinn sem var eftir). Anna Sigrún sagði þeim þessa sögu og þau voru rosalega hneyksluð á þessu, en áttu jakkann til. Dressmann á Akureyri buðust til að senda jakkann bara heim og slóu rausnarlega af verðinu. Það má sem sagt verlsa á Akureyri;) Við komumst síðan að því að þessi gaur í Kringlunni var verslunarstjórinn þarna og er trommarinn í Ambop(eða hvað sem þessi hljómsveit heitir)....Ég legg hér með til að allir sem þetta lesi, sniðgangi Dressmann í Kringlunni og allar plötur Ambop...skipta líka um rás á útvarpinu. Svo má líka alveg dangla aðeins í hann:)
Ég titraði gjörsamlega af reiði þarna inni og flýtti mér út áður en ég færi að ganga berseksgang!!
Jakkinn er kominn samt og hann passar rosa vel. Biggi var mjög ánægður með hann.
bæjó

4 Comments:

At 10:45 AM, Anonymous Anonymous said...

ó mæ gat, ótrúlega asnalegt. En gott að þetta reddaðist að lokum.

 
At 6:55 PM, Blogger Ásdís said...

Sæll....ég er svo hneyksluð að ég á varla til orð. Vonandi hringdirðu í eigendurna og lést þá vita hvurslags fávita þeir réðu sem verslunarstjóra ;)

 
At 2:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ pæ,
ég er nú svo svakalega dugleg að skoða gestabókina mína að ég var bara að sjá það í dag að þú hafðir skrifað þar...
Takk kærlega fyrir það!!!
Ég varð að sjálfsögðu að láta líka vita af komu minni á þína síðu ;o)

En þetta er nú meiri þjónustan þarna í þessari búðarholu... OMG!!!

 
At 1:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Djöfulsins hálvitar, ég hefði orðið snar klikkuð ef þetta kæmi fyrir mig, ÉG hefði pottþétt rifið jakkann af honum tekið í dillann hans og snúið uppá.... nei kannski ekki alveg en ég hefði pottþétt orðið brjáluð.

 

Post a Comment

<< Home