Guðrún Gluggagæir:)
Ég er orðin svo spennt að flytja...langar svo að byrja bara að pakka en verð að halda aðeins aftur af mér, ég vildi helst bara byrja að pakka strax um mánaðarmótin;) Jamm svona getur maður verið klikkaður. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað fólkið í kring sé að hugsa þegar það sér mig alltaf liggja á gluggnum þarna til að athuga hvað þeir séu komnir langt þarna inni.
Nú fer ég í föstudagsþrifin og síðan að skrifa ritgerðina...hún er öll að koma:) hlakka svo til þegar hún er búin og ég verð lauuuuuus við þetta.
Góða helgi og lifið í lukku en ekki í krukku....Ja wohl herr docktor!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home