Tuesday, March 21, 2006

Hvað kom fyrir tyggjómenninguna á Íslandi??
Ég og Anna Sigrún vorum að ræða þetta um daginn.
Hefur einhver tekið eftir því að öll flóran af tyggjótegundunum, sem var til í gamla daga hvarf bara allt í einu. Muniði eftir Wirgleys spearmint og PK tyggjóinu?? Ég er viss um að í undirheimunum sé Tannlæknamafía sem bannaði allt þetta góða tyggjó. Þeir byrjuðu bara þar...næst verður ráðist á Cocoa Puffs´ið. Þeim tókst að gera þetta án þess að einhver tæki eftir því...eitt af öðru hvarf þetta góða tyggjó og í staðinn kom EXTRA!! SYKURLAUST TYGGJÓ!!! Já það er voða gott..en þarf það að vera eina tyggjóið sem hægt er að fá?? Það er ekki einu sinni hægt að fá neitt annað en það í Fríhöfninni. Maður er farin að smygla þessu inní landið, geymir það eins lengi og maður getur og leyfir sér bara hálfa tyggjóplötu á laugardögum. Allaveganna, ef það má bara fá sér sykurlaust tyggjó, er þá ekki hægt að hafa fleiri tegundir. Ég vil fá úrvalið aftur!! Hvað finnst ykkur um þetta??
Hehe það mætti halda að ég sé alltaf jórtrandi.....en nei..ég var bara að pæla;)

12 Comments:

At 3:52 PM, Anonymous Anonymous said...

SAMMÁLA - SAMMÁLA - SAMMÁLA
Einu sinni var ég tyggjófíkill og svo allt í einu var bara til Extra og ég nenni varla að vera með tyggjó lengur...

 
At 8:39 PM, Blogger Óskar þór said...

Dökkgrænn extra er málið, fæst þó ekki hér í DK

Annars má til gamans geta að extra, Pk og spearmint er allt frá wrigley's (ekki wirgleys)

 
At 11:15 PM, Blogger Guðrún said...

jáhá rétt skal vera rétt!! biðst þorláks á þessari villu hjá mér.

 
At 11:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Mig langar í blátt hubba bubba

 
At 1:01 PM, Anonymous Anonymous said...

jamm mig langar í þetta hubba bubba sem var svona brúnt og þykkt.. þoli ekki þessi þunnu...
Svo langar mig ógeðslega í bæði gult og blátt PK!!

 
At 1:52 PM, Anonymous Anonymous said...

og af hverju er ekki selt orbit tyggjó hér á landi ??? það er best, og sykurlaust !! og það eru líka svona plötur, miklu skemmtilegra heldur en þetta extra skrýtna dót

 
At 11:28 PM, Anonymous Anonymous said...

Mig langar í kókópöffs!!! Já, ég hafði þetta til málanna að leggja! hahahahahaha

 
At 11:30 PM, Anonymous Anonymous said...

P.s. commentið var frá mér. Ég get alveg gert góðan díl, ég skal senda tyggjó og fæ Kókópöffs sent til mín í staðinn!

 
At 11:31 PM, Anonymous Anonymous said...

Þriðja tilraun, kommentakerfið eitthvað í fýlu út í mig!

Sunna

 
At 4:51 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst Extra miklu betra en gamla sykurdraslið, og hana nú!

 
At 10:07 AM, Anonymous Anonymous said...

Jæja sæta mín, nú er komið nóg af þessu tyggjótali. Ég er svo spennt að vita hvernig gengur... hvernig er nýja íbúðin? Tjáðu þig kona, segð okkur. Luv u

 
At 3:17 PM, Blogger Guðrún said...

Þetta fer allt að koma..netið er ekki komið hja okkur ennþá. Kem með þetta bráðum;)

 

Post a Comment

<< Home