Monday, March 13, 2006

Ebay, my ass!!
Jamm og jæja gott fólk..okkur tókst að selja blessaða skápinn okkar, alveg þokkalega vel líka finnst mér:) Biggi er farin að hafa áhyggjur af því að allt dótið hans sem hann átti áður en ég flutti inná hann sé að hverfa. Ég viðurkenni alveg að ég er búin að henda ýmsu út hérna, en það er marg nýtt komið í staðinn. Ég er búin að henda út sófanum hans og kaffiborðinu, búin að selja sjónvarpskápinn hans og næst er það elhúsborðið, það passar nefnilega ekki alveg við nýju íbúðina sjáiði til....svo eru eldhússtólarnir að detta í sundur, það er ekkert langt þangað til að einhver liggi í gólfinu rófubeinsbrotin hugsandi hvort hann eigi að kæra okkur fyrir tilraun til morðs. Við höfum ekki efni á því þannig að ég verð að koma þeim á haugana.
Svo er hérna eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Krakkar í dag!! ójá!! Krakkar sem eru að verða 17 hafa engan áhuga á eða nenna ekki að taka bílpróf í dag. Ég veit um nokkra krakka sem bara nenna hreinlega ekki að standa í þessu veseni....hvað er málið? Hver man ekki eftir því að vera nýbúin að fá bílpróf og vera alltaf á rúntinum út um allann bæ. Það var alveg sama hvað var eða vantaði, maður var alltaf tilbúin að skreppa út í búð eða sækja og keyra fólk hingað og þangað. Ég held að krakkar í dag séu bara með einkabílstjóra...þ.e.a.s. mömmu og pabba og finnst alveg óþarfi að fara að vesenast í að taka bílpróf. Ég er ekkert að vera bitra kellinginn hérna, finnst þetta bara skrítið.
Pæling dagsins;)

4 Comments:

At 10:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ...
1. Hver keypti skápinn
2. Af hverju heitir greinin Ebay my ass?
3. Eins gott að þú hendir þessum blessuðu stólum því þeir eru bara stóóóórhættulegir!
4. Djís.. 17 ára krakkar eru bara bjánar :)

 
At 9:21 AM, Anonymous Anonymous said...

Mér hefði bara aldrei dottið í hug að e-r 17 ára einstaklingur nennti ekki að taka bílpróf. Ég man ekki betur en maður hafi beðið fullur eftirvæntingar í einhver ár á undan :S

 
At 10:09 AM, Blogger Guðrún said...

jebbs lára mín. Maður þarf ekkert endilega að selja allt á Ebay eða kaupa allt. Það er bara eitthvað svo mikið Ebay æði í dag...þá sérstaklega í minni fjölskyldu;) það var einhver kona sem keypti skápinn..ég veit ekkert hver hún er.

 
At 6:58 PM, Anonymous Anonymous said...

ÚFF Guðrún... helduru ekki að snorri sé bráðum að fara taka bílprófi. Þetta er alltof fljótt að líða.

 

Post a Comment

<< Home