Tuesday, May 08, 2007

Jamm
Vegna gífurlegar eftirspurnar þá pikka ég hérna inn smá blogg. Þar sem ég er svo stórskemmtileg manneskja þá verðið þið sko ekki fyrir vonbrigðum.
Við hjónaleysin erum búin að vera mikið uppí bústað við Meðalfellsvatn....very næs pleis. Þar erum við búin að koma okkur upp einu stykki matjurtargarði með kartöflum, gulrótum, rófum, rabbabara og blaðlauk. Við erum þarna öllum stundum og tölum fallega við plönturnar okkar, Biggi spilar líka á gítarinn meðan ég syng hugljúf eyjalög.
Nóg um þetta!!
Biggi reyndi að renna fyrir fiski uppí bústað en tókst það heldur betur ekki vel. Það var eitt álftarpar þarna úti á miðju vatni að spóka sig. Karlinn var með einhverja karlmennsku stæla og reyndi að borða flotholtið hans Bigga...Biggi varð að hæta að veiða. Hann reyndi síðan að leika við hundinn, sem er by the way byrjaður að synda eins og brjálæðingur. Hann henti spýtu útí vatnið og hundurinn fór eftir henni......haldiði að karlálftin hafi ekki bara ætlað að borða hundinn!! Allavegana reyndi að drepa hann!
Frekar þessa álftir.
Jamm .....búið bless