Ég er ótrúleg skessa.
Ég og Guðrún vorum að labba niður stigann í skólanum og vorum ofboðlega uppteknar af því hvernig maður segir ruslafata á þýsku???
Allavegana þá allt í einu finn ég að ég kemst ekkert áfram niður stigan af því að ég rakst á eitthvað. Mér var litið til hliðar og sá þá að ég var búin að klemma einhverja litla tælenska kellingu upp við vegginn og þar að auki gaf ég henni hnéskot í magann. Ég baðs afsökunar en hún varð bara reið við mig, ég var næstum farin að gráta(úr hlátri).
Ég skil hana svo sem alveg, hvernig ætli henni líði að fá svona hlussustelpu á sig á fleygiferð og labba hana bara niður með látum.