Friday, June 02, 2006


Góðann daginn allir saman.
Jæja nú er Guðrún litla bara búin að afgreiða Háskólann, það tók sinn tíma en er loksins búið. Útskriftin verður 24. Júní...það verða örugglega 1000 manns þarna að útskrifast..gaman gaman!
Ég tók mömmu mína með í 3ja nátta stop til Minneapolis. Við versluðum smá...jamm bara pínkulítið;) hehemm. Við höfðum það svakalega huggulegt, drekka hvítvín og borða góðan mat. Við fórum í Mall of Amerika, sem er algjört MONSTER!! Þetta er stærsta verslunarmiðstöð í Ameríku. Það er tívolí inni í henni, með 3 rússíbönum og allskonar tækjum og bíó með 14 sýningarsölum. Við eyddum 2 dögum þarna en náðum ekki að "covera" allar búðirnar. Jamm það er margt stórt í henni Ameríku, ekki bara fólkið;)
Ég var næstum búin að drepa eina afgreiðsludömuna í einni búðinni. Hún var svo ÜBER næs að það var viðbjóður. Hún kallaði mig alltaf "hon" og var alltaf eitthvað að abbast uppá mig (eða mér fannst það). Þetta var bara eitthvað svo hrikalega feik hjá henni, það er engin svona næs í alvörunni. Nú er ég komin heim til hans Bigga míns, sem ég saknaði rosa mikið. Næsta ferð til Ameríku verður til San Fransisco, en það verður bara ein nótt. Svo verður Vogaskólareunion í Júní...ég hlakka svo til, það var nebbla svaka stuð síðast.
Meira hef ég ekki að segja..Adios Amigos!