já góðan og blessaðan.
Jæja þá eru það fréttir....við hjónaleysin fórum út í sveit á laugardaginn og komum til baka með hund. Jamm við erum búin að fá okkur hund. Hann er alveg ofsalega fallegur svartur Labrador. Ótrúlega blíður og góður, svo held ég að hann sé alveg rosalega vel gefin líka. Hann er bara 11 vikna en lítur út fyrir að vera aðeins eldri en það. Hann er algjör hlunkur og á eftir að verða rosa rosa stór. Við erum búin að vera að hugsa um þetta grey eins og lítið barn...kenna honum hvað má og hvað má ekki gera, það verður að ala hann rétt upp. Hundurinn var skírður Bolton(í höfuðið á kettinum sem stakk af), já við erum frumleg.
Nú er ég alveg viss um að vinkonur mínar haldi að ég sé gengin af göflunum....neinei...ég er það ekki neitt. Okkur hefur alltaf langað að eiga hund síðan við vorum krakkar, við létum bara drauminn rætast.
ADJÖ