Tuesday, November 28, 2006

já góðan og blessaðan.

Jæja þá eru það fréttir....við hjónaleysin fórum út í sveit á laugardaginn og komum til baka með hund. Jamm við erum búin að fá okkur hund. Hann er alveg ofsalega fallegur svartur Labrador. Ótrúlega blíður og góður, svo held ég að hann sé alveg rosalega vel gefin líka. Hann er bara 11 vikna en lítur út fyrir að vera aðeins eldri en það. Hann er algjör hlunkur og á eftir að verða rosa rosa stór. Við erum búin að vera að hugsa um þetta grey eins og lítið barn...kenna honum hvað má og hvað má ekki gera, það verður að ala hann rétt upp. Hundurinn var skírður Bolton(í höfuðið á kettinum sem stakk af), já við erum frumleg.
Nú er ég alveg viss um að vinkonur mínar haldi að ég sé gengin af göflunum....neinei...ég er það ekki neitt. Okkur hefur alltaf langað að eiga hund síðan við vorum krakkar, við létum bara drauminn rætast.

ADJÖ

11 Comments:

At 1:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju! Er ekki gaman? Mig langar svo í hund og einmitt svartan labrador, við erum ennþá eins Guðrún mín híhí! Vonandi á uppeldið eftir að ganga vel.

 
At 3:32 PM, Blogger Guðrún said...

Takk fyrir:) Uppeldið gengur bara vel..hann er rosa fljótur að læra litla skinnið. Hann er doldið vitur.

 
At 4:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með hann. Hann er bara flottastur!
Mig langaði einmitt svo til að verða afasystir.

 
At 5:49 PM, Blogger Lara Gudrun said...

OMG :)
Þið eruð nú alveg kreisí... rétt að jafna ykkur og vera fegin að vera búin að losna við kattarkvikindin... og þá kemur hundur... well hundar eru amk miklu miklu miklu sætari en kettir og ég HELD að ég sé ekki með ofnæmi fyrir hundum hehehehhe en það verður nú bara að koma í ljós... hlakka samt ógeðslega mikið til að sjá hann...
Endilega skelliði inn mynd af honum :)

 
At 8:22 PM, Blogger Guðrún said...

já það kemur mynd bráðum af snáðanum.

 
At 2:43 PM, Anonymous Anonymous said...

ég á hann, það veistu er það ekki ? ohhh hann er svooo sætur !! hann var með martröð áðan og talaði og ýlfraði uppúr svefni !! talaði guðrún, talaði !! hann sagði, "anna sigrún, ég vil að þú takir mig heim og eigir mig að eilífu, mér finnst þú miklu skemmtilegri en guðrún og biggi"
ótrúlega vel gefinn hundur.... :)

 
At 10:13 AM, Blogger vilborg said...

úúú til hamingju með Bolton og gangi ykkur vel með uppeldishlutiverkið. ég vænti þess að þá reglulega sögur um hvernig gengur að venja hann við og sollis. já og sammála Láru, leyfið okkur að sjá´ann

 
At 3:54 PM, Blogger Lara Gudrun said...

MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND MYND

Við viljum mynd af litla barninu ykkar... :)

 
At 5:36 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég vildi bara skella inn hamingjuóskum. Ég dýrka nefnilega hunda annara, er fín að passa þá en held að ég myndi aldrei fá mér sjálf.
Varst það ekki annars þú sem komst til mín í sveitina og varst vitni að því þegar ég snappaði á hundinn þar og dró hann heim með treflinum mínum?

 
At 9:43 AM, Blogger Guðrún said...

HAHa ég man það ekki ólöf..en ég held að ég hafi verið svo heilluð af beljunum að ég hafi ekki tekið eftir neinu öðru í kring um mig. Ég man að ég var svo hrikalega geilluð af því að þær fóru sjálfar í básana sína..þ.e.a.s. að þær mundu alltaf hvaða bás þær áttu.

 
At 4:34 PM, Anonymous Anonymous said...

hahaha alveg rétt, þetta eru svo rosalega gáfuð dýr þessar beljur;)

 

Post a Comment

<< Home