Jæja jæja alltaf er þessi elska hún Stella að koma mér á óvart.
Fyrir þá sem ekki vita hver Stella er þá er það kisan mín.
Hún er ógnvænlegt matargat, þessi köttur borðar allt sem sett er fyrir framan hana.
Hún t.d. borðar hvítlaukssósu,pasta,gúrkur,tómata,lasanga,súkkulaði og margt margt fleira.
Í gær var hún að borða mandarínu. Hún heldur að hún sé hundur, sníkir og svona.
Hún er alveg að breytast í fitubollu, hún ætlar að verða eins og mamma sín þessi elska:)