Góðann daginn:)
Ég vil bara byrja á því að óska henni Láru minni til hamingju með það að vera búin að fá inngöngu inn í Háskóla í Boston. Þó maður eigi eftir að sakna hennar rosa mikið þá vona ég að ég fái að fljúga fullt til Boston svo ég geti komið og knúsað hana.
Helgin var bara fín hjá okkur skötuhjúunum í Ópavoginum, horfðum á Idolið, fórum í bíltúr uppí sveit á laugardeginum og svo í bása að slá nokkra bolta. Við enduðum helgina á sunnudeginum í pottinum hjá mömmu og pabba þar sem okkur var svo boðið upp á dýrindis læri (sko þegar við vorum komin uppúr pottinum).
Það er gaman að segja frá að þegar við fórum upp í Bása. Bigga langaði að fara að slá nokkra bolta og ég þessi hjartagóða kona fór bara með til að hvetja hann á hliðarlínunni:) Ég fékk mótefni við Golfveikinni á unglingsárunum!! Biggi sló eins og Tiger, voða gaman nema að fæturnir á mér voru að frosna af mér. Ég fór að taka eftir hjónum sem voru þarna að slá líka....ég fór að spá aðeins í þeim. Þessi tvö voru þarna í sínu fínasta Golfpússi, í golfskónum og með Ping settið sitt(sem er eitt af fínustu merkjunum í Golfinu...ekki spyrja afhverju ég veit það). Þetta fólk gat akkúrat ekki neitt þótt þau væru í golfskónum með mannbroddunum og alles!! Allt á ská og uppí loft og niður og eitthvað...það lá við stórslysi þarna í eitt skiptið. Þessi grey voru greinilega nýbyrjuð að golfa og búin að kaupa allt þetta fína dót. Eins og Bigginn minn segir "Þótt maður sé í búningnum, þá verður maður ekkert betri í íþróttinni"
Líf og fjör!!