Friday, April 21, 2006

Jæja komin tími á blogg úr sveitinni!!

Jamm og jæja..hvað er að frétta af okkur hérna. Jú parketið er komið!!!!!!! Þetta er allt annað og betra, mjög flott parket. frændi hans Bigga og mamma hans og pabbi komu hérna um páskana í parket lögn. Þeir rumpuðu þessu af á no time bara, svaka duglegir:) Ég skrapp til Manchester og Glasgow bara á meðan. Gaman að koma heim og þá er bara komið parket á mest allt og mamma hans Bigga búin að þrífa. Svo borðuðum við rosa góðan páskamat á sunnudeginum. Buðum Önnu Sigrúnu líka í mat, hún var nebbla ein á páskunum meðan restin af fjölskyldunni var bara að sóla sig á Flórída.
Já eins og allir vita náttúrulega þá er ég byrjuð að fljúga aftur. Yfir páskana skrapp ég til Manchester með appelsínugula krakka...þetta á víst að vera rosa flott þegar maður er á fullu í samkvæmisdönsunum. Svo til Glasgow í smá stund á páskasunnudag:) Svo kom ég frá Minneapolis í gærmorgun. Jamm ég var í Ameríkunni..sat bara uppá herbergi að vinna í ritgerðinni minni og pantaði bara room service;) Flott á því bara. Er að fara aftur þangað á þriðjudaginn. Ég er heimsborgari...Iceland express my ass!
Ja wohl..ég er farin að senda ritgerðina mína í síðasta skiptið!! Over and out úr sveitinni.
Lifið heil þangað til næst!