Saturday, February 25, 2006

JAmm Og JæJa Allir SamAn!!
Það er kannski komin tími til að maður skrifi eitthvað af viti hérna og haldi uppi heiðri þessarar bloggsíðu... Jamm laugardagskvöld og ég sit hérna með köttunum mínum uppí sófa, Biggi farin á barin að spila pool.
Síðasta miðvikudag var Saumó hjá Ólöfu, alveg rosa gaman að hittast svona og spjalla. Við vorum allar saman í grunnskóla og það er rifjað upp allskonar skemmtilegt. Við erum núna að reyna að byrja að plana Reunion. Eins og margir vita þá viðgengst það hjá svona saumaklúbbum að skiptast á að bjóða heim...ég fattaði það að engin af þessum dömum eru miklar Kattakonur, Lára með ofnæmi og Ólöf leggur það í vana sinn að skvetta vatni á ketti sem læðast inní garðinn hennar. Kannski reddast þetta ef ég drögga Láru upp og sting Ólöfu inní svefnhergbergi og loka;) Nei ég meina köttunum.....auðvitað!!!
Annars eyði ég mínum dögum hérna heima að reyna að skrifa ritgerðina mína, ég er doldið ritstífluð núna. Inná milli öskra ég og garga á litlu skæruliðana hérna. Þau læðast hérna meðfram veggjum í einhverskonar leyniaðgerðum. Alltaf gaman að hrökkva upp við það að lampinn er komin á gólfið.

Eigið svo bara gleðilegann Sunnudag:)

Monday, February 20, 2006

Staðreyndir sem gott er að vita

Ef þú myndir öskra í 8 ár 7 mánuði og 6 daga myndir þú búa til næga orku til
að hita 1 kaffibolla.
(Mér sýnist varla taka því)

Ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndast gas sem jafngildir
krafti atómsprengju.
(Þetta er betra)

Fullnæging svína stendur í 30 mínútur.
(Í næsta lífi vill ég vera svín)
Hvernig finna menn þetta út og af hverju!!!.

Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.
ég er ekki en búin að komast yfir þetta með svínin og ekki prufa þetta með
hausinn heima....(kannski í vinnunni)

Menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér til skemmtunar.
(Nú vitum við af hverju Flipper er alltaf svona glaður) (og svín fá 30
mínútna fullnægingar) (virðist ekki sanngjarnt)

Sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan.
(Hmmmmmmmmm........)

Rétthent fólk lifir að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir.
(ef þú ert jafnvígur á báða deilir maður þá með 2?)

Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni,togað 30 falda þyngd sína og þeir
falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.
(Eftir að hafa drukkið litlar flöskur af...??) (greiddu skattgreiðendur
fyrir þessa rannsókn)
(og hvað með það þótt svín fái 30 mínútna fullnægingar!)

Ísbirnir eru örvhentir.
(hver vissi það..? Hverjum er ekki sama...? hvernig fundu menn það út,
spurðu þá? - og táknar það að þeir lifa skemur?)

Leirgedda (það er fiskur) er með 27,000 bragðkirtla.
(hvað í ósköpunum getur verið svona bragðgott neðst í vatninu)

Flóin getur stokkið 350 falda lengd sína, það svipað og maðurinn stökkvi
yfir fótboltavöll.
(30 mínútur ímyndaðu þér og af hverju svín)

Kakkalakki getur lifað í 9 daga án höfuðs áður en hann sveltur til bana.
(Creepy)

Sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag
(ég vil samt verða svín í næst lífi .. gæði fram yfir magn...)

Fiðrildi eru með braglaukana á fótunum
(ojjjjjjj)
(það er næstum eins slæmt og Leirgeddan)

Auga strútsins er stærra en heilinn
(Ég þekki svoleiðis fólk.)

Krossfiskar hafa engan heila.
(Ég þekki líka svoleiðis fólk.)

Eftir að hafa lesið þetta er það eina sem ég get sagt er svín eru heppin.

Draslmann í Kringlunni!!

Ég og Anna Sigrún vorum í Kringlunni að verlsa Afmælisgjöf handa Bigga. við vorum búnar að þræða allar Karlabúðir að gá hvort við findum einhvern flottann jakka. Við fórum inní Dressmann og fundum þar jakka á einni slánni....hann hékk þar ásamt öðrum jökkum. Ég varð strax ástfangin af jakkanum, þetta var einmitt jakkinn sem við vorum að leita að. Við förum að kassanum og ætluðum að borga þegar ég sé einn starfsmann sem var svipaður Bigga í vexti og bið hann um að máta jakkann aðeins fyrir mig. Hann fer í jakkann og segir síðan við kassadömuna "Heyrðu er þetta ekki jakkinn sem ég var búin að taka frá". Hún vildi ekkert kannast við það. Þá spyr hann okkur hvort við hefðum farið bak við kassann að ná í jakkann!!!!! Svo tók hann jakkann af mér og hljóp bak við einhvert og faldi sig. Ég mátti ekki fá jakkann!! Ég spyr kassadömuna hvort henni findist þetta í lagi..hún sagði þá bara "Svona er þetta bara". Aldrei aldrei skal ég versla þarna aftur!! Ég og Anna Sigrún hringdum á Akureyri til að athuga hvort þeir ættu þennan jakka hjá sér, þar sem hann var ekki til í Reykjavík (þetta var eini jakkinn sem var eftir). Anna Sigrún sagði þeim þessa sögu og þau voru rosalega hneyksluð á þessu, en áttu jakkann til. Dressmann á Akureyri buðust til að senda jakkann bara heim og slóu rausnarlega af verðinu. Það má sem sagt verlsa á Akureyri;) Við komumst síðan að því að þessi gaur í Kringlunni var verslunarstjórinn þarna og er trommarinn í Ambop(eða hvað sem þessi hljómsveit heitir)....Ég legg hér með til að allir sem þetta lesi, sniðgangi Dressmann í Kringlunni og allar plötur Ambop...skipta líka um rás á útvarpinu. Svo má líka alveg dangla aðeins í hann:)
Ég titraði gjörsamlega af reiði þarna inni og flýtti mér út áður en ég færi að ganga berseksgang!!
Jakkinn er kominn samt og hann passar rosa vel. Biggi var mjög ánægður með hann.
bæjó

Skoðiði þetta!! ógeðslega fyndið:)

http://b2.is/?sida=tengill&id=148862