Nú er frúin brjáluð!!
Það á bara að ganga fram af mér hérna....!! Fólkið fyrir ofan okkur var að gera allt rosa fínt og flott hjá sér. Til þess að geta gert voða flott, inni í svefnherbergi fyrir sjónvarpið hjá sér þá ákveður kallinn uppi að fræsa í vegginn fyrir sjónvarpssnúrunni. Kallinn fræsir svo bara í sundur eitthvað vatnsrör og allt fer á flot hjá þeim þarna uppi. Það er búið að gera við þetta og svona og allt orðið voða fínt hjá þeim. Ég fer síðan að taka eftir því að það er byrjað að leka hjá okkur...inní svefnherbergi. Allt parketið þar inni er ónýtt og veggurinn er 100% rakur. Nú þarf að rífa allt upp og eyðileggja hjá okkur. Bara af því að húsasmíðameistarinn (nota bene) ákveður að fara að brussast við að fræsa allt í sundur þarna uppi. Við erum tryggð og þurfum ekkert að borga....ég vil bara fá skaðabætur og gull og gimsteina og allt.....
Ein brjáluð.....er samt að jafna mig(ég jafna mig þegar kallin uppi verður búin að byggja pall fyrir okkur frítt!!!)