Saturday, November 16, 2002

Jæja þá er maður búin að upplifa það að fara og horfa á Djúpulaugina LÆF!
Vá hvað það er til skrítið fólk, gellan sem var að velja var örugglega á einhverjum vitlausum geðlyfjum eða eitthvað:)
Hún var alveg fokreið þegar hún fékk ekki að skipta um skoðun um hvern hún valdi.
Það hefur örugglega verið einhver vinur hennar úti í sal sem var ekki sammála valinu hennar, svo að hún reyndi bara að skipta um skoðun. Svo þegar hún fékk að sjá gæjan sem hún valdi þá bara var hún með stæla við hann.
Þegar Rottweiler hundarnir spiluðu undir lokin, þá stóð vinkonan bara og húðskammaði og reifst við Hálfdán.
Ekkert smá skrítin gella mar.
Ég fór með Guðrúnu, Díönu og Brynhildi, þær hlógu svo mikið að þeim tókst að yfirgnæfa allt og alla.
Þetta var bara upplifun fyrir sig:)

Tuesday, November 12, 2002

Ég, Guðrún og Díana elduðum heima hjá Díönu í kvöld.
Eða eiginlega elduðu þær, ég stappaði bara avokado.Sem var alveg sérdeilis prýðilegt hjá mér.
Guðrún er ótrúlega klár að elda:)
Svo vorum við rosalega duglegar að læra eftir matinn.

Dawsons Creek??????
Hvað er verið að meina með þessum þáttum???
Þarna höfum við miðaldra fólk að leika unglinga með fullorðins vandamál!!!
Hver fattaði eiginlega upp á þessu?

Sunday, November 10, 2002

Jæja nú er ég að vinna hjá þessu yndislega gamla fólki.
Þetta er eitthvað sem allir þurfa að prófa bara verst hvað þetta er illa borgað.
Ég er viss um að í framtíðinni eigi engin eftir að vilja vinna við þetta, nema vélmenni.
Ég er viss um að okkar kynslóð eigi eftir að fara á klóið með hjálp vélmenna þegar við erum orðin gömul.
Nei nei ég er nú bara að bulla. Þetta á eftir að lagast vonandi, þetta verður örugglega með þeim hæst launuðustu störfum þegar Ráðherrarnir sem ráða núna fatta það að það er ekkert gaman að hefja samræður við vélmenni:)