Jæja þá er maður búin að upplifa það að fara og horfa á Djúpulaugina LÆF!
Vá hvað það er til skrítið fólk, gellan sem var að velja var örugglega á einhverjum vitlausum geðlyfjum eða eitthvað:)
Hún var alveg fokreið þegar hún fékk ekki að skipta um skoðun um hvern hún valdi.
Það hefur örugglega verið einhver vinur hennar úti í sal sem var ekki sammála valinu hennar, svo að hún reyndi bara að skipta um skoðun. Svo þegar hún fékk að sjá gæjan sem hún valdi þá bara var hún með stæla við hann.
Þegar Rottweiler hundarnir spiluðu undir lokin, þá stóð vinkonan bara og húðskammaði og reifst við Hálfdán.
Ekkert smá skrítin gella mar.
Ég fór með Guðrúnu, Díönu og Brynhildi, þær hlógu svo mikið að þeim tókst að yfirgnæfa allt og alla.
Þetta var bara upplifun fyrir sig:)