Tuesday, March 21, 2006

Hvað kom fyrir tyggjómenninguna á Íslandi??
Ég og Anna Sigrún vorum að ræða þetta um daginn.
Hefur einhver tekið eftir því að öll flóran af tyggjótegundunum, sem var til í gamla daga hvarf bara allt í einu. Muniði eftir Wirgleys spearmint og PK tyggjóinu?? Ég er viss um að í undirheimunum sé Tannlæknamafía sem bannaði allt þetta góða tyggjó. Þeir byrjuðu bara þar...næst verður ráðist á Cocoa Puffs´ið. Þeim tókst að gera þetta án þess að einhver tæki eftir því...eitt af öðru hvarf þetta góða tyggjó og í staðinn kom EXTRA!! SYKURLAUST TYGGJÓ!!! Já það er voða gott..en þarf það að vera eina tyggjóið sem hægt er að fá?? Það er ekki einu sinni hægt að fá neitt annað en það í Fríhöfninni. Maður er farin að smygla þessu inní landið, geymir það eins lengi og maður getur og leyfir sér bara hálfa tyggjóplötu á laugardögum. Allaveganna, ef það má bara fá sér sykurlaust tyggjó, er þá ekki hægt að hafa fleiri tegundir. Ég vil fá úrvalið aftur!! Hvað finnst ykkur um þetta??
Hehe það mætti halda að ég sé alltaf jórtrandi.....en nei..ég var bara að pæla;)