Thursday, December 26, 2002

Jæja þá eru komin gleðileg jól.
Gleðileg jól og allt það, gaman gaman.
Ég missti samt alveg af þeim, blessuðu jólunum. Ég er ekki enn að fatta að þau eru komin.
Ég fékk margt skemmtilegt í jólagjöf, en sú besta var Playstation 2 tölva:)
Ég er 22 ára.
hahahah

Sunday, December 22, 2002

Annars fór ég að djamma í gær, vorum að halda upp á próflok.
Við fórum á Hverfisbarinn og þar var alveg stappað af fullt af fallegu fólki, fyrir utan mig.
Ég hef nú aldrei farið þangað á djammið og var bara ánægð með þessa skemmtilegu reynslu.
Svo var líka svo geeikt góður DJ, hann Atli súpertöffari alveg að meikaða.
kvöldið endaði skyndilega þegar ég var lokuð inná kvennaklói með 4 stelpum, ég fékk svo mikla innilokunarkennd að ég hljóp út og beint heim.

Getur einhver sagt mér hvað er að þessum Friður 2000 jólasveini þarna??
Myndi einhver heilvita maður mæta fyrir rétt í jólasveinabúningi??
Svo var þetta ekkert voða flottur búningur, hann leit út eins og róni í þessu.
Svona eins og rónanir í bíómyndunum, með drulluskítugt skegg og með brennivín í bréfpoka.
Það á að taka svona fólk úr umferð.