Hrakin úr ræktinni, Idol flopp og handboltinn!!
Jæja nú kemur það sem drifið hefur á daga mína undanfarið;)
Ég og Anna Sigrún fórum í sakleysi okkar í ræktina á þriðjudaginn. Við fórum á háannartíma, gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú meira að gera þarna en venjulega þegar við förum (þá eigum við tækjasalinn;)). Til þess að bæta ofan á traffíkina þarna þá voru svona átakshópar þarna....15 kellingar í átaki sem tóku yfir salinn með látum. Þær stóðu þarna gargandi á hvora aðra að hvetja áfram....reyndar görguðu þær bara á hvor aðra, skil ekki alveg hvað var í gangi þarna, ég og Anna Sigrún vorum bara hræddar og flúðum þegar á endanum einkaþjálfarinn þeirra kom og gargaði á okkur þegar við vorum að teygja.
Jamm svo er það handboltinn, mikið svakalega er gaman að horfa þegar Íslandi gengur vel. Við allar, mæðgurnar, horfðum á Ísland vs. Serb/Svartfjallal., æsispennandi alveg en ennþá meira spennandi var leikurinn á móti Dönum.....ó gvööööð minn góður. Ég var að fá hjartaáfall og Edda Björg stóð í sófanum gráti næst þegar við héldum að Danir myndu vinna þetta á síðustu sekúndunni. Hlakka til á sunnudaginn!!!!!!
Já svo þetta blessaða Idol...mér fannst þessi fyrsti þáttur alveg glataður. Jájá allir voða stressaðir eitthvað I KNOW..ég vona að þetta skáni annars er ég hætt að horfa!! Svo byrjaði þetta eins og í fyrra, sú sem stóð sig verst fór svo ekkert heim. Ég skal sko segja ykkur hver átti að fara...Húsavíkur stelpan og þessi litla þarna sem brúkaði kjaft við dómarana.
Meira hef ég ekki að segja!!!
Grumpy old Woman í Kópavoginum
Jæja nú kemur það sem drifið hefur á daga mína undanfarið;)
Ég og Anna Sigrún fórum í sakleysi okkar í ræktina á þriðjudaginn. Við fórum á háannartíma, gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú meira að gera þarna en venjulega þegar við förum (þá eigum við tækjasalinn;)). Til þess að bæta ofan á traffíkina þarna þá voru svona átakshópar þarna....15 kellingar í átaki sem tóku yfir salinn með látum. Þær stóðu þarna gargandi á hvora aðra að hvetja áfram....reyndar görguðu þær bara á hvor aðra, skil ekki alveg hvað var í gangi þarna, ég og Anna Sigrún vorum bara hræddar og flúðum þegar á endanum einkaþjálfarinn þeirra kom og gargaði á okkur þegar við vorum að teygja.
Jamm svo er það handboltinn, mikið svakalega er gaman að horfa þegar Íslandi gengur vel. Við allar, mæðgurnar, horfðum á Ísland vs. Serb/Svartfjallal., æsispennandi alveg en ennþá meira spennandi var leikurinn á móti Dönum.....ó gvööööð minn góður. Ég var að fá hjartaáfall og Edda Björg stóð í sófanum gráti næst þegar við héldum að Danir myndu vinna þetta á síðustu sekúndunni. Hlakka til á sunnudaginn!!!!!!
Já svo þetta blessaða Idol...mér fannst þessi fyrsti þáttur alveg glataður. Jájá allir voða stressaðir eitthvað I KNOW..ég vona að þetta skáni annars er ég hætt að horfa!! Svo byrjaði þetta eins og í fyrra, sú sem stóð sig verst fór svo ekkert heim. Ég skal sko segja ykkur hver átti að fara...Húsavíkur stelpan og þessi litla þarna sem brúkaði kjaft við dómarana.
Meira hef ég ekki að segja!!!
Grumpy old Woman í Kópavoginum
0 Comments:
Post a Comment
<< Home