Menningarsjokk á Klúbbnum
Góðann og blessaðann..
Ég má til með að segja frá upplifun minni í gær. Ég, þessi "mikla áhugamanneskja" um fótbolta, fór í gær á Klúbbinn og horfði á Man. un. vs. Liverpool. Þarna sat ég innan um ákafa fótboltaaðdáendur og fylgdist með þeim, verð að segja að ég hafði meiri áhuga að stúdera þá en að fylgjast með leiknum, ég skil ósköp lítið í fótbolta. Þarna sátu menn, klæddir í búning liðsins "síns", drukku bjór og gagnrýndu það hvernig mennirnir spiluðu, best fannst mér þó þegar þeir byrjuðu að garga á skjáinn eins og þeir þekktu leikmennina og tengdust þeim sérstökum vinaböndum. Þarna inni á milli voru svo þessir rosalega feitu kallar, sem ég efast um að geti yfir höfuð spilað sjálfir þó það sé draumurinn, mér fannst þeir alveg snilld.
Jæja þegar loksins Man.un. skoraði þá brutust út þessi líka svakalegu læti. Menn, hoppandi upp og faðmast alveg gráti næst:) Ég skemmti mér alveg ágætlega bara en býst ekki við því að leggja þetta í vanann;)
olé olé olé olé.....bæjó
10 Comments:
jájá, ég sé þig nú samt alveg fyrir mér eftir nokkur session þarna á klúbbnum, sjálf komin í búning og rífst heiftarlega við leikmenn og aðra menn!
Haha alveg:) Ég dreg þig með mér og fleiri konur...fjölmennum þarna go bolum köllunum út. Take over the place!!
Já ég hef nú verið með þér að horfa á íþróttir eða kannski freka þú með mér. Það sem ég heyri mest frá þér er hvað gerðist, hvað er dómarinn að dæma ... þú spyrð í hvert skipti sem þú heyrir í flautunni og það er alveg sama hvaða íþrótta grein er í gangi ... hehehe
Þannig að ég skil mjög vel að þú hafir bara verið að fylgjast með körlunum í salnum ... hehehe
En þetta er skemmtilegt ;)
Jiii en lekker síðan hjá þér.
trúi því samt ekki upp á þig að þú ætlir að leggja það í vana hjá þér að horfa á íþróttaleiki!!!
ónei ónei ónei...frekar horfi ég á málingu þorna;)
en Guðrún!! þér fannst samt ÖMURLEGT að liverpool skildi tapa!! og ég veit að þér langaði að sleikja akfeita manninn með st+oru brjóstin......
sagðir mér það !!!
ussssss ég bað þig um að segja engum frá því!!!!
hahaha Gugga Yó bara orðin að fótbolta bullu... heheh sé það í anda gerast
Ákvað að kommenta svo þú vissir að ég er að fylgjast með þér.. já já þú sleppur ekkert ég veit hvar þú átt heima :o)
Ertu dauð guðrún.. á ekkert að fara að koma með nýja færslu :)
Jú jú þetta er allta að koma;)
Post a Comment
<< Home